Alls var 76 kaupsamningum vegna húsnæðiskaupa þinglýst í vikunni 25. febrúar-3. mars á höfuðborgarsvæðinu og er það óbreyttur fjöldi frá vikunni þar á undan. Samningum um íbúðarhúsnæði fjölgar hins vegar lítillega, þeir voru 74 nú en 71 í vikunni á undan. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.

Ef miðað er við tólf vikna meðaltal heldur kaupsamningum áfram að fjölga en sl. tólf vikur hefur að meðaltali 62 samningum verið þinglýst. Sömuleiðis eykst velta miðað við undanfarnar tólf vikur, var 1.807 milljónir króna nú en hefur verið 1.737 milljónir undanfarnar tólf vikur. Í vikunni á undan var heildarveltan 1.941 milljón.  Meðalvelta samnings lækkar úr 28,2 milljónum á tólf vikum í 23,8 milljónir en var 25,5 milljónir í vikunni á undan.