Áhugasöm fyrirtæki geta tekið þátt í kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi 24.-26. október. Þá geta fyrirtæki kynnt starfsemi sína og átt fundi með grænlenskum fyrirtækjum.

Þetta kemur fram á síðu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Í sumar mun utanríkisráðuneytið opna aðalræðisskrifstofu í Nuuk en Ísland er fyrsta landið til að setja upp slíka skrifstofu á Grænlandi. Hlutverk skrifstofunnar verður að efla viðskiptasamvinnu landanna og vinna að verkefnum sem tengjast norðurslóðasamstarfi.

Opnun skrifstofunnar verður því styrkur fyrir undirbúning kaupstefnunnar. Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið, Íslandsstofa og Flugfélag Íslands auglýsa eftir fyrirtækjum til að taka þátt í kaupstefnunni.