Það var Kaupþing sem skipulagði kaup Baugs á hlutabréfum í sjálfum sér fyrir 15 milljarða króna af stjórnendum félagsins. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum forstjóri Baugs í greinargerð sinni vegna skaðabótamáls sem slitastjórn Baugs hefur höfðað vegna umræddrar upphæðar. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins kallaðist verkefnið Project Polo og var liður í endurskipulagningu Baugs sem kallaðist Project Polo.

Samkvæmt greinargerðinni var frumkvæðið kynnt af Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings.

Innihald áætlunarinnar var að Kaupþing lánaði 1998 ehf. 30 milljarða króna til þess að kaupa Haga af Baugi og var skilyrði fyrir láninu að 15 milljarðar af söluverðmætinu yrðu nýttir til þess að kaupa áðurnefnd hlutabréf.