Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings banka hf., hefur
undirritað samning um kaup á belgíska bankanum Robeco Bank Belgium.

Robeco Bank Belgium, sem stofnaður var árið 2002, er lítill belgískur banki sem
einkum sérhæfir sig í einkabankaþjónustu og í eignastýringu. Starfsmenn bankans
eru 32 en starfsemin fer fram í Brussel og Antwerpen. Robeco Bank Belgium hefur
um 6,800 viðskiptavini. Í ágústlok 2007 námu innlán í bankanum um 300 milljónum
Evra, eða sem nemur 25 milljörðum króna. Yfirtakan mun hafa óveruleg áhrif á
rekstur Kaupthing Bank Luxembourg.

Haft er eftir Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupthing Bank Luxembourg segir að Robeco Bank Belgium falli einkar vel að starfsemi Kaupþings banka í
Lúxemborg. "Þessi yfirtaka er rökrétt skref í þeirri stefnu okkar að byggja upp
einkabankaþjónustu í Benelúx löndunum. Með yfirtökunni á Robeco Bank erum við
komnir með starfsemi í Belgíu og munum geta notað þann grunn undir frekari vöxt
þar."

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila í Belgíu