Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins stefnir slitastjórn Kaupþings enn að því að klára nauðasamninga fyrir eða um áramótin. Beiðni þess efnis hefur verið lögð fram hjá Seðlabankanum og er beðið afgreiðslu.

Telur slitastjórnin að í nauðasamningsdrögunum sé tekið tillit til þeirra atriða sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur nefnt og að forsendum fyrir samþykkt nauðasamninga, það er að samþykkt hafi ekki neikvæð áhrif á íslenskt efnahagskerfi, sé uppfyllt í drögunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.