Shineclear Holdings, félag í eigu Kaupþing, hefur farið fram á gjaldþrotabeiðni á hendur Kevin Stanford, fyrrum eiginmanni hátískuhönnuðarins Karen Millen.

Saman áttu þau. auk tískuvörumerkisins Karen Millen, fataverslunarkeðjurnar All Saints, House of Fraser og Whistles en hann tapaði því öllu í fjármálahruninu árið 2008, þó hann hafi haldið eftir húsi sínu í Kent að því er The Times segir frá.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í haust seldi Lindarhvol, eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands, félaginu sem stofnað var af AMS Trustees Limited fyrir hönd Kauþings, kröfur á hendur Stanford.

Námu kröfurnar að nafnvirði 2,5 milljónum punda eða sem nemur 360 milljónum króna að nafnverði . Kaupþing og Stanford hafa staðið í málaferlum frá árinu 2011, en fyrir hrun var hann hvort tveggja einn stærsti viðskiptavinur bankans sem og einn stærsti eigandinn með um 4,3% eignarhlut.

Frekari fréttir um mál Stanford og Kauþing: