Rannsókn bresku efnahagsbrotalögreglunnar (SFO) á viðskiptum Tchenguiz-bræðra við Kaupþing beinist öðru fremur að Robert Tchenguiz og þeirri staðreynd að hann virðist hafa haft svo til ótakmarkaðan aðgang að lánsfé í bankanum. Frá þessu greinir Morgunblaðið og vísar til heimilda í Bretlandi.

Í frétt blaðsins segir að Kaupþing hafi alltaf hlaupið undir bagga með Tchenguiz þegar aðrir bankar gerðu hjá honum veðköll árið 2007 og voru allar lánveitingar gerðar í gegnum móðurfélagið á Íslandi þótt viðskiptasambandið hafi hafist með kaupum Kaupþings á Singer & Friedlander.