Sænska fasteignafélagið Hemfosa hefur keypt eignir í Svíþjóð af þrotabúi Kaupþings fyrir 875 milljónir sænskra króna, eða sem nemur tæpum 11 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram á heimasíðu Fastighetsnytt.se .

Helmingur af leigutekjum eignanna, sem nær 92 milljónum sænskra króna, eða um 1,1 milljarði íslenskra króna, koma frá eignum í Stokkhólmi, meðan restin kemur frá fasteignum í Järfälla, Södertälje, Gävle, Norrköping oo Landskrona.

Stærstu leiguliðarnir eru Colly Company, sænska útlendingastofnunin, Vinnumálastofnun landsins og sveitarfélagið í Norrköping. Eignirnar ná um 80 þúsund fermetrum í heildina.