Þegar lánabækur Kaupthings Singer & Friedlander hafa verið opnaðar kemur í ljós að bankinn lánaði meðal annars  16 milljónir punda til knattspyrnutengdra fjárfestinga. Þetta er í raun ekki stórt hlutfall af heildar lánastöðunni þar sem fyrirtækjabókin, sem stendur undir þessum lánaflokkum, nam 824 milljónum punda.

Endurskoðunarstofa Ernst & Young LLP fer nú yfir reikninga Kaupthing Singer & Friedlander í Bretlandi í þeim skuldaskilum sem nú fara fram.  Fyrirtækið einbeiti sér að velstæðum einstaklingum og í frétt Bloombergs í morgun var nefnt að meðal viðskiptavina bankans væru Robert Tchenguiz og bræðurnir  Nick og Christian Candy. Þá er ónefndur Mike Ashley sem er eigandi Newcastle knattspyrnuliðsins og því líklega eigandi lánsins.