Kaupþing hefur slitið öllum samningaviðræðum við lífeyrissjóðina um kaup á hlut í Arion banka. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins .

Þar er haft eftir forsvarsmanni lífeyrissjóðanna að stærstu eigendur Kaupþings hafi nú tryggt sér ráðandi hlut í Arion banka. Samningsviðræður milli Kaupþings og lífeyrissjóðanna höfðu staðið yfir í rúmt ár og í febrúar lá fyrir rammi að samkomulagi, þegar Kaupþing geri hlé á viðræðunum til að klára samninga við stóra eigendur um kaup í bankanum, að því er kemur fram í fréttinni.

Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, sem leiddi samningahópinn fyrir hönd lífeyrissjóðanna, segir að viðskiptin hafi komið sjóðunum á óvart.

Hann segir að þeim hafi upphaflega verið tjáð að kaupin hafi verið á stærðargráðunni 20 til 25 prósent. Síðan kemur það í ljós að eigendurnir ákváðu að taka til sín talsvert stærri hluta af bankanum Að þeir hafi í raun tryggt sér meirihluta í bankanum, er haft eftir Þórarni í frétt RÚV.

Í kjölfarið tilkynntu fulltrúar Kaupþings lífeyrissjóðunum að þeir hafi slitið viðræðunum sem þeir buðu lífeyrissjóðunum til, þar sem að Kaupþing var ekki lengur í stöðu til þess að efna þau áform sem fólust í samningsviðræðum við lífeyrissjóðina.