*

föstudagur, 18. október 2019
Innlent 3. júní 2019 08:16

Kaupþing vill selja Karen Millen

Þrotabú Kaupþings íhugar að selja tískuvörukeðjuna Karen Millen. Þrotabúið hefur fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku undanfarið.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þrotabú Kaupþings íhugar að selja tískuvörukeðjuna Karen Millen, en þrotabúið hefur fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku undanfarið. Vísir greinir frá þessu.

Þá segir að þrotabúið hafi leitað til Deloitte til að fara yfir tilboðin og að þær þreifingar muni að öllum líkindum taka marga mánuði.

Um það bil 1700 starfsmenn starfa í verslunum Karen Millen, en verslunarkeðjan heldur úti verslunum í yfir 65 löndum.

Stikkorð: Kaupþing Karen Millen