Stjórnendur Kaupþings ehf. vilja selja bresku tískuverslanirnar Coast, Oasis og Warehouse. Hjá verslununum starfa þúsundir manna. Þetta kemur fram í frétt Reuters um málið.

Eins og flestum Íslendingum er kunnugt var Kaupþing banki þjóðnýttur og nú heldur Kaupþing ehf. utan um allar erlendu eignir gamla Kaupþings. Áður átti Mosaic Fashions verslanirnar, en eignirnar féllu í skaut Kaupþings árið 2009. Þetta kom til vegna gjaldþrots Baugs.

Einnig eru stjórnendur Kaupþings að íhuga að losa sig við merkið Karen Millen. Heilt yfir þá hefur fataverslun minnkað í Bretlandi. Samkvæmt heimildum Reuters væri hægt að selja Oasis, Warehouse og Coast á tæplega 100 milljónir punda eða því sem jafngildir um 14 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins í dag.