Níu manns eru ákærðir í máli embætti sérstaks saksóknara vegna aðidar að allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings með hlutabréf í sjálfum sér í aðdraganda efnahagshrunsins. Eins og vb.is greindi frá í gær eru fyrrverandi stjórnendur bankans á meðal hinna ákærðu. Það eru eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi starfandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. Hinir fimm eru allir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings.

Fréttablaðið í dag að þetta sé stærsta mál sinnar tegundar sem ákært hefur verið fyrir í heiminum og langumfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara hefur sent frá sér. Í raun eru um að ræða fimm mál um markaðsmisnotkun, sem hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara en hafa verið sameinuð í eina ákæru.