Mál sérstaks saksóknara á hendur níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum eigin viðskipta Kaupþings er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur. Þingfesting verður í málinu 24. apríl næstkomandi. Arngrímur Ísberg héraðsdómari verður dómari í málinu. Þingfestingin verður í sal 101.

Vika er síðan vb.is greindi frá því að embættis sérstaks saksóknara hafi gefið út ákæru í Kaupþingsmálinu tengdum umfangsmiklum Kaupþings á eigin hlutabréfum. Ákærðu í málinu eru þeir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Ingólfur Helgason, bankastjóri Kaupþings á Íslandi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, Magnús Guðmundsson  Bjarki H Diego,framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings,  Björk Þórarinsdóttir, sem vann á fyrirtækjasviði Kaupþings, auk miðlaranna Birnis Særs Björnssonar og Péturs Kristins Guðmarssonar.

Ákæran er umfangsmikil, 30-40 blaðsíður að lengd og er í nokkrum liðum. Mismunandi er hverjir eru ákærðir í hverjum lið ákærunnar.