Dómur í markaðsmisnotkunarmáli sérstaks saksóknara gegn Kaupþingi verður kveðinn upp kl. 13:15 í dag.

Níu fyrrverandi starfsmenn Kaupþings eru ákærðir í málinu, en það eru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ingólfur Helgason, Einar Pálmi Sigmundsson, Birnir Sær Björnsson, Pétur Kristinn Guðmarsson, Magnús Guðmundsson, Bjarki H. Diego og Björk Þórarinsdóttir. Þau eru sökuð um að hafa haldið uppi verði á hlutabréfum bankans þegar halla tók undan á mörkuðum haustið 2008.

Í dag eru fimm vikur liðnar síðan að aðalmeðferð lauk í málinu. VB.is mun birta fréttir af málinu eftir að dómurinn hefur verið kveðinn upp.