Latibær
Latibær
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Yfirtökutilboð Turners í allt hlutafé í Latabæ ehf. er háð ákveðnum skilyrðum, en Turner býðst til að kaupa Latabæ fyrir um 1,4 milljarða króna, líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í dag.

Frekari skilyrði gilda um yfirtöku á hlut Magnúsar en um hlut annarra hluthafa, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Vilji Turners er að Magnús verði áfram við stjórnvölin. Þá skulu Magnús og Ragnheiður fjárfesta í nýju rekstrarfélag Latabæjar fyrir söluandvirði 40% hlutar þeirra. Sá hlutur er samkvæmt tilboði Turners að andvirði 4,8 milljónir dala. Félagið sem tæki yfir Latabæ hefur íslenska kennitölu og er nú að fullu í eigu Turners samsteypunnar. Magnúsi yrði óheimilt að selja hlutafé sitt í nýja félaginu næstu þrjú árin, samkvæmt skilmálum yfirtökutilboðsins.

Ekki náðist í Magnús Scheving við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Latabæjar, sagði ekki tímabært að fjalla um mögulega samninga og vildi ekki tjá sig að svo stöddu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð