Bakkavör Group hf. lauk í dag kaupum á einum stærsta framleiðanda kældra eftirrétta í Bretlandi, Laurens Patisseries, fyrir 17,6 milljarða króna (130 milljónir punda). Barclays fjármagnar kaupin en auk þess er hluti kaupverðsins greiddur með hlutabréfum í Bakkavör Group.

Kaupin eru fjármögnuð með 20,9 milljarða króna (155 milljóna punda) láni frá Barclays og verða 5,8 milljarðar króna (43 milljónir punda) þar af nýttir til endurfjármögnunar á brúarláni frá KB banka vegna kaupa Bakkavör Group á Hitchen Foods í október 2005.

Hluti kaupverðsins, 4,1 milljarður króna (30 milljónir punda), er greiddur með hlutabréfum í Bakkavör Group, en stjórn Bakkavör Group hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 80.269.613 hluti eins og tilkynnt var fyrr í dag. Á hluthafafundi félagsins sem haldinn var þann 9. maí s.l. samþykktu hluthafar að falla frá forgangsrétti sínum til áskriftar á hinum nýju hlutum, en þeir voru seldir á 49.33 krónur fyrir samtals 3.959.700.000 krónur til fyrrverandi eigenda Laurens Patisseries sem núna eiga um 3,8% hlut í Bakkavör Group.