*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 14. desember 2007 10:04

Kaupum í GGE frestað

Ritstjórn

Kaupum Hannesar Smárasonar á 23% hlut FL Group [FL] í Geysir Green Energy verður frestað til næsta árs að því er kom fram í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar stjórnarformanns FL Group á hluthafafundi félagsins sem lauk fyrir nokkru mínútum.

Til hafið staðið að ljúka samkomulagi þar um í þessari viku eða þeirri næstu. Fundurinn var að mestu tíðindalaus og boðuð hlutafjáraukning og aðra fyrir liggjandi tillögur stjórnar samþykktar mótatkvæðalaust.

Jón Ásgeir sagði að félagið mundi áfram leggja áherslu á einkaeignasjóði sína og á næsta ári yrði stofnaður sjóður utan um þær eignir með aðkomu utan að komandi fjárfesta. Gerði hann ráð fyrir að hlutur FL Group í honum yrði ekki meiri en 39%.

Nánar verður fjallað um hluthafafund FL Group á vb.is seinna í dag.