*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 28. febrúar 2006 16:07

Kaupunum á Norse lokið

Ritstjórn

Íslandsbanki hefur lokið við kaup á öllum hlutum í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA.

Íslenska og norska fjármálaeftirlitið, Fjármálaeftirlitið og Kredittilsynet, hafa veitt formlegt samþykki fyrir kaupunum segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

"Kaupin á Norse og frekari vöxtur Íslandsbanka á tengdum mörkuðum, styrkir bankann á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og fasteignafjármögnunar. Íslandsbanki hefur vaxið á arðbæran hátt með yfirtökum í Noregi," sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka.

?Kaup Íslandsbanka á Norse skapar bankanum stöðu á verðbréfamarkaðnum í Noregi og góðan grunn til frekari vaxtar. Íslandsbanki áformar frekari vöxt á þessum hluta fjármálaþjónustu og ætlar m.a. að styrkja Norse á sviði fyrirtækjaráðgjafar. Norse hefur stefnt að frekari stækkun en hefur vantað öflugan bakhjarl til þess."

"Við höfum þegar tekið til starfa sem hluti af samstæðu Íslandsbanka. Stjórnendur, starfsfólk og markaðurinn eru ánægt með kaup Íslandsbanka á Norse," segir Stig A. Rognstad, forstjóri Norse.