Í dag voru staðfestir samningar um sölu á Iceland Seafood Corporation, dótturfélagi SÍF hf. í Bandaríkjunum. Kaupandi er Sjóvík ehf. Söluverð félagsins er 26,5 milljónir evra, en að auki tekur kaupandi yfir vaxtaberandi skuldir að fjárhæð 22 milljónir evra. Áður var tilkynnt um sölu félagsins til Sjóvíkur ehf. í tilkynningu SÍF hf. þann 27. október sl.

Bókfærður söluhagnaður SÍF hf. vegna viðskiptanna nemur um 18 milljónum evra og færist á reikningsárið 2004. Áður hafði verið áætlað að söluhagnaður myndi nema 21 milljón evra. Frávik frá áður áætluðum söluhagnaði skýrast aðallega af afkomu félagsins á 4. ársfjórðungi síðasta árs og lægra gengi bandaríkjadals gagnvart evru.

SÍF hf. mun í dag fjárfesta í Sjóvík ehf. fyrir jafnvirði 6,1 milljón evra og verður við það eigandi tæplega 13% hlutafjár í félaginu.