*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 26. apríl 2017 13:15

Kaupverð á Lyfju lækkað um 50 milljónir

Hagar hafa tilkynnt að fyrirvari um niðurstöður áreiðanleikakönnunar hefur verið aflétt.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Þann 17. nóvember síðastliðinn tilkynntu Hagar um kaup á öllu hlutafé í Lyfju. Þá var samningurinn undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Nú hafa Hagar tilkynnt að fyrirvari um niðurstöður áreiðanleikakönnunar hefur verið aflétt.

„Samhliða því var kaupverð lækkað um 50 milljónir króna,“ að því er kemur fram í tilkynningu Haga til Kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins í síðasta lagi í júlí næstkomandi.

Einnig tilkynnir stjórn Haga að fyrirtækið hefur ákveðið að taka til skoðunar að selja Heilsu, dótturfélag Lyfju, gangi kaupin eftir.

Stikkorð: Hagar Heilsa Lyfja kaupverð áreiðanleikakönnun selt