Vísindagarðar Háskóla Íslands keyptu húsið sem hýsir starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á 6,6 milljarða króna. Þetta fullyrðir DV í dag . Seljandi var félaigð S8, sem skráð er á Tortóla.

Eins og VB.is greindi frá í síðustu viku keyptu Vísindagarðar húsnæðið í júlí síðastliðnum. Engin svör fengust frá Vísindagörðum um kostnað við kaupin og var því borið við að það væri trúnaðarmál.

Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík hefur kaupsamningi ekki verið þinglýst en afsali var aftur á móti þinglýst. Í afsalinu kemur kaupverðið ekki fram en þó segir að húsið hafi verið greitt meðal annars með yfirtöku þriggja tryggingabréfa sem nema 3,7 milljörðum króna.

Eins og fram kom á VB.is í síðustu viku er fasteignamat á húsinu tæpir 4 milljarðar króna. Nánar tiltekið er það 3,8 milljarðar.