*

miðvikudagur, 16. júní 2021
Innlent 19. maí 2018 12:32

Kaupverðið lækkað um hálfan milljarð

Kaupverð Regins á fasteignum m.a. Höfðatorgsturninn lækka í 22,7 milljarða. Turninn einn og sér fór á 4,6 milljarða 2014.

Ritstjórn
Höfðatorgsturninn stendur við hið nýlega endurnefnda Katrínartún, og hýsir m.a. ýmsar opinberar stofnanir.
Haraldur Guðjónsson

Undirritaður hefur verið kaupsamningur um kaup Regins á dótturfélögum Fast-1 slhf., með hefðbundnum fyrirvörum um samþykkt Samkeppniseftirlitsins og hluthafa Fast-1. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá var upphaflegt kaupverð áætlað 23,2 milljarðar, en það hefur nú verið lækkað í 22,7 milljarða að undangenginni áreiðanleikakönnun.

Félögin eiga fasteignir í austurborg Reykjavíkur, þar með talið Höfðatorgsturninn við Katrínartún, en meðal stærstu leigutaka þeirra eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla ríkisins, Reiknistofa bankanna og Fjármálaeftirlitið en um 57% tekna koma frá opinberum aðilum.

Eignast tæplea 13% í Reginn

Félagið er að mestu í eigu lífeyrissjóða, tryggingafélaga og annarra fagfjárfesta, en meðal stærstu eigenda þess eru Gildi-lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem hver eiga tæplega fimmtungshlut.

Festa lífeyrissjóður er með tæplega 10% hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn með tæplega 7% hlut. Miðað við upphaflega áætlað kaupverð verður hlutur eigenda Fast-1 í Reginn tæplega 13% alls hlutafé í Reginn. Auk þess greiðir félagið hluta kaupverðs með skuldabréfaútgáfu.

Dótturfélögin eru tvö, HTO ehf. og Fast-2 ehf. Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Höfðatorgsturninn við Katrínartún 2, en fjárfestingareignir FAST-2 eru Skúlagata 21, Skútuvogur 1 og Vegmúli 3.  Viðskiptablaðið greindi frá sölunni á Höfðatorgsturningum til félagsins á sínum tíma, en árið 2014 var kaupverðið á þeirri einu fasteign 4,6 milljarðar.

Hér má sjá eldri fréttir af Fast-1 fasteignafélaginu: