Facebook hyggst kaupa Whatsapp fyrir 19 milljarða dollara. Kaupverðið er hærra en sem nemur landsframleiðslu Íslands og er vakin athygli á því á norska viðskiptavefnum e24.no .

Kaupverðið þykir mjög hátt. Vakin er athygli á því að kaupverðið sé 18 milljörðum dala meira en Facebook greiddi fyrir Instagram fyrir einungis tveimur árum. Það er líka miklu minna en var greitt fyrir Snapchat þegar það var selt.

Á vefnum e24 er bent á að kaupverðið er hærra en markaðsvirði Sony, þriðji hluti af markaðsvirði Ford og 9% af markaðsvirði Facebook.

Sé kaupverðið umreiknað í íslenskar krónur nemur það 2147 milljörðum króna. Það er umtalsvert meira en verg landsframleiðsla á Íslandi sem var á síðasta ári 1698 milljarðar króna.