Kaupþing Búnaðarbanki hf. hefur gengið frá erlendri fjármögnun með útgáfu víkjandi skuldabréfa að upphæð EUR 450 milljónir eða sem samsvarar 39.300 milljónum ISK. Af heildarupphæðinni teljast EUR 150 milljónir til eiginfjárþáttar A, þar sem útgáfan uppfyllir skilyrði 5. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, samanber reglur nr. 540/2003, um viðbótareiginfjárlið fyrir fjármálafyrirtæki. Deutsche Bank hafði yfirumsjón með útgáfunni en auk hans voru Barclays Capital og CSFB þátttakendur. Útgáfan verður meðal annars nýtt til að fjármagna kaup Kaupþings Búnaðarbanka hf. á danska bankanum FIH.