KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 21. september. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta. Vextir óverðtryggðra útlána hækka almennt um 0,50%. Þannig hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 8,90% í 9,40%.

Vextir óverðtryggðra innlána hækka um allt að 0,50%, mismunandi eftir innlánsformum. Þannig hækka vextir Kostabókar og Markaðsreiknings um 0,50% og verða þeir á bilinu 3,5% til 6,20%.

Bankinn breytir ekki vöxtum verðtryggðra inn- og útlána.