Þrátt fyrir óhagstæð ytri rekstrarskilyrði á fyrsta ársfjórðungi skilaði rekstur Marels bestu afkomu 1. ársfjórðungs í sögu félagsins sem er alla jafna nokkuð erfiður fyrir félagið. Afkoman var yfir væntingum greiningardeildar KB banka og höfa þeir nú í kjölfar uppgjörsins hækkað verðmat sitt á félaginu. Helstu breytingar sem hafa verið gerðar frá síðasta verðmati eru hækkun vaxtar og framlegðar á næstu árum auk þess sem ávöxtunarkrafan hefur verið lækkuð.

Sérfræðingar KB banka eru áfram bjartsýnir á rekstur Marels á næstu árum og telja að félagið muni áfram bæta rekstur sinn. Þeir meta virði Marels á um 10,2 ma.kr. sem er um 16% hækkun frá síðasta verðmati. Sé tekið tillit til eignarhluta félagsins í eigin bréfum fæst verðmatsgengið 43,1 en síðasta lokagengi bréfanna var 42,7.

Þrátt fyrir að þeir hækki verðmat sittr um 16% frá síðasta verðmati breyta þeir ráðgjöf sinni til lækkunar en bréf félagsins hafa á sama tíma hækkað yfir 30%. Þeir mæla nú með að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu en í dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenskum hlutabréfamarkaði er áfram mælt með yfirvogun.