KB banki hefur ákveðið að hækka vexti verðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. febrúar. Vaxtabreytingin er gerð í ljósi breytinga sem átt hafa sér stað á verðtryggðum vöxtum á markaði að undanförnu segir í tilkynningu KB banka.

Vextir verðtryggðra innlána hækka um 0,20 prósentustig, Þannig hækka vextir verðtryggðs Bústólpareiknings úr 3,45% í 3,65%. Vextir Framtíðabókar og Lífeyrisbókar hækka einnig um 0,20% og verða þeir vextir 4,50%.

Kjörvextir verðtryggðra útlána hækka um 0,10 prósentustig. Þannig hækka kjörvextir verðtryggðra skuldabréfa úr 4,90% í 5,00%.

Ekki er um breytingu að ræða á vöxtum KB íbúðalána sem áfram verða 4,15%.