KB banki hefur ákveðið að hækka fasta vexti á KB Íbúðalánum um 0,15 prósentustig. Vextir nýrra lána til viðskiptamanna bankans hækka úr 4,15% í 4,30%. Þar sem vextir KB Íbúðalána eru fastir allan lánstímann hefur þessi breyting engin áhrif á kjör þeirra fjölmörgu sem tekið hafa KB Íbúðalán til þessa segir í tilkynningu bankans.

Í ágúst sl. tók bankinn upp þá nýbreytni í lántökugjöldum KB Íbúðalána að bjóða upp á breytilegt lántökugjald eftir lánsfjárhæð. Lántökugjaldið er frá 0% upp í 0,5% eftir lánsfjárhæð en til viðbótar kemur fast sextíu og fimm þúsund króna umsýslugjald óháð lánsfjárhæð. Þannig verður heildarlántökukostnaður af tíu milljóna króna KB Íbúðaláni 0,90% og af 25 milljóna króna láni 0,76%.