KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra og verðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. júlí vegna hækkunar á stýrivöxtum Seðlabankans um 0,75 prósentustig.

Vextir óverðtryggðra innlána hækka á bilinu 0,25 til 0,75 prósentustig, mismunandi eftir innlánsformum.
Vextir óverðtryggðra útlána hækka um 0,75 prósentustig. Þannig hækka kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa úr 14,45% í 15,20%.

Vextir á verðtryggðum inn- og útlánum hækka um 0,10 prósentustig. Þannig hækka vextir á verðtryggðum Bústólpareikningi úr 3,90% í 4,00% og verðtryggðir kjörvextir úr 5,50% í 5,60%.
Hækkun á verðtryggðum vöxtum er gerð í ljósi hækkana á ávöxtunarkröfu verðtryggðra skuldabréfa.

Þá hækka vextir KB íbúðalána frá og með mánudeginum 10. júlí 2006. Vextir KB íbúðalána verða eftir hækkunina 4,85%. Þar sem vextir KB Íbúðalána eru fastir allan lánstímann hefur þessi breyting engin áhrif á kjör þeirra fjölmörgu sem þegar hafa tekið KB Íbúðalán