Greiningardeild KB banka hefur breytt spá sinni um þróun fasteignaverðs á næstu fjórum ársfjórðungnum. Samkvæmt spánni mun fasteignaverð hækka um 4% á næstu fjórum ársfjórðungum, og er því spáin færð niður um 2% stig frá því hún var uppfærð síðast.

Að þessu sögðu grundvallast spáin engu að síður á því að allar fjármálastofnanir í landinu hækki vexti með svipuðu móti svo veginn fjármögnunarkostnaður við íbúðakaup endurspegli almennt það vaxtastig sem í gildi er.