Kaupþing banki hf. hefur ákveðið að nýta rétt sinn samkvæmt breytanlegum skuldabréfum sem Bakkavör Group hf. er útgefandi að.

Kaupþing banki mun breyta skuldabréfum í 437.046.648 hluti í Bakkavör Group sem mun nema um 20,48% af heildarhlutafé félagsins að teknu tilliti til hlutafjáraukningar í tengslum við kaup félagsins á Laurens Patisseries sem tilkynnt var um þann 30. apríl sl. Kaupþing banki mun ekki eiga nein breytanleg skuldabréf í Bakkavör Group eftir breytinguna. Áður hafði bankinn breytt 19,2% af upphaflegri fjárhæð skuldabréfanna í hlutafé. Eftir þessa breytingu munu breytanleg skuldabréf sem svara til 1,1% af heildarhlutafé félagsins standa eftir. Skráð hlutafé félagsins eftir breytinguna og hlutafjáraukninguna verður 2.133.909.016.

Bakkavör Group gaf út þau breytanlegu skuldabréf sem um ræðir í tengslum við fjármögnun kaupanna á Katsouris Fresh Foods í desember 2001.

Stjórn Bakkavör Group mun nýta fyrirliggjandi heimild í samþykktum félagsins og auka hlutafé þess sem breytingunni nemur, innan 10 daga.