Vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands verður kynnt kl. 9:00 í fyrramálið. Mjög skiptar skoðanir virðast vera meðal greiningaraðila ? innlendra sem erlendra - um það hve hækkunin verði mikil en væntingar virðast vera á bilinu 25-75 punktar. Greiningardeild KB banka metur það svo að vænta megi 50 punkta á morgun.

Það er einnig mat Greiningardeildar KB banka að brátt styttist í það að vaxtahækkunarferli Seðlabankans nái lokapunkti og vænta megi 1-2 vaxtahækkana í viðbót. Greiningardeild gerir því ráð fyrir að stýrivextir nái hámarki í kringum 12,5% á 3.- 4. ársfjórðungi.