Greiningardeild KB banka telur að miðað við núverandi verðlagningu sé verð Mosaic hagstætt miðað við sambærileg fyrirtæki, enda séu kennitölur félagsins mjög hagstæðar.

Greiningardeilin telur að ástæðan sé líkast til sú að verð félagsins hefur fylgt almennum lækkunum í Kauphöll Íslands á meðan gengislækkun krónunnar hefur gert hagnað félagsins sem myndast í erlendum myntum, meira virði í íslenskum krónum. "Við teljum því kauptækifæri hafa myndast í bréfum félagsins, m.a. vegna áhugaleysis fjárfesta á því," segir greiningardeild KB banka í Hálffimm fréttum sínum.