Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, var með rétt tæpar 17 milljónir króna í laun og þóknanir á síðasta ári. Þetta jafngilda rétt rúmum 1,4 milljónum króna í mánaðarlaun. Þau eru óbreytt frá árinu 2011.

Fram kemur í ársreikningi KEA að heildarlaun félagsins námu 36 milljónum króna í fyrra, sem er örlítið lægra en árið 2011. Starfsmenn KEA voru fjórir á síðasta ári og meðallaunin því um 750 þúsund krónur á mánuði. Stjórnarlaun námu á sama tíma rúmum 7,5 milljónum króna. Stjórnarmenn, varamenn og aðrir eru tíu talsins.

KEA hagnaðist um 279 milljónir króna í fyrra, sem var 70% aukning á milli ára. Eins og vb.is greindi frá fyrr í dag var Halldór sáttur við uppgjörið þótt vandkvæðum sé bundið að ná ásættanlegri ávörun þar sem fjárfestingarkostir séu af skornum skammti.

KEA á m.a. fasteignafélögin Klappir og H98 ehf., 46% hlut í Sparisjóði Höfðhverfinga, 10% hlut í flugfélaginu Norlandair og tæpan 90% hlut í útgáfufélagi vikublaðsins Vikudagur sem gefið er út á Akureyri.