Einar Hannesson hefur verið útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ en tekur nú við sem framkvæmdastjóri Fastus.

Einar Hannesson segir Fastus starfa á lifandi markaði í miklum uppgangi, en fyrirtækið þjónustar og flytur inn vörur fyrir annars vegar heilbrigðisgeirann og hins vegar veitinga- og hótelgeirann.

Rekstrarmaður af gamla skólanum

,,Mér líst gríðarlega vel á þetta, enda spennandi og ögrandi verkefni. Ég hef alltað séð sjálfan mig sem rekstrarmann, svona af gamla skólanum, frekar en eingöngu bankamann,“ segir Einar.

,,Ég kem inn í SpKef fyrst og fremst til að reyna að laga rekstur sjóðsins, en það voru blikur á lofti hvort hann myndi lifa áfram eða ekki. Þegar það kemur síðan í ljós fjórum mánuðum síðar að ríkið muni ekki fjármagna hann, þá rennur hann inn í Landsbankann, og ég verð útibússtjóri bankans í Reykjanesbæ.“

Var algerlega á heimavelli

Þar áður hafði Einar unnið sem forstöðumaður flugafgreiðslusviðs Icelandair Ground Services í Keflavík.

,,Þar hefst stjórnenda- og rekstrarferill minn og þá fyrst átta ég mig á hvar minn heimavöllur er. Fram að því vissi ég aldrei nákvæmlega hvað ég vildi gera og í hverju styrkleikar mínir lágu en ég finn mig gríðarlega vel í þessu hlutverki, í rekstri og stjórnun,“ segir Einar.

,,Ég ákvað svo 2007 að fara í MBA nám og þar fann ég aftur að ég væri algerlega á heimavelli í einhverju sem mig virkilega langaði að læra.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .