Keflavíkurflugvelli var lokað um stundarsakir kl 14. vegna rafmagnsleysis en hefur verið opnaður aftur fyrir umferð í sjónflugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Þar kemur fram að erfiðlega hafi gengið að koma varaafli á lendingarljós og leiðsögubúnað á flugvellinum en engin truflun sé á starfsemi í flugstöðinni.

Tveimur flugvélum hefur þegar verið leiðbeint til lendingar í sjónflugi og ekki er gert ráð fyrir röskun á flugi af þessum sökum.

Flugfarþegum er bent á að nálgast upplýsingar um komur og brottfarir á vefsíðunni: http://fids.kefairport.is/site/flights