Skuldir nýs sameinaðs félags Flugstoða og Keflavíkurflugvallar, FLUG-KEF ohf., nema í það minnsta tæpum 20 milljörðum króna, sé tekið mið af ársreikningum félaganna.

Ársreikningar fyrir árið 2009 liggja ekki fyrir en við lestur ársreikninga fyrir árið 2008 má sjá að bæði félögin eru gífurlega skuldsett og að mestu leyti í erlendum gjaldeyri.

Félagið var stofnað um síðustu áramót en undir starfsemi þess heyrir rekstur Keflavíkurflugvallar, Leifsstöðvar og allra annarra flugvalla á landinu, en þeir heyrðu áður undir Flugstoðir. Auk þess annast félagið alla flugleiðsöguþjónustu sem Ísland veitir fyrir alþjóðlegt flug og innanlandsflug.

Langtímaskuldir Leifsstöðvar voru tæpir 19,5 milljarðar króna í árslok 2008, og höfðu þá nærri tvöfaldast á milli ára enda nær allar í erlendri mynt; aðeins 720 milljónir króna voru í íslenskum krónum.

Nýtt félag, Keflavíkurflugvöllur ohf., tók við rekstri Leifsstöðvar 1. janúar 2009. Félagið var stofnað í júní 2008 með 10 milljóna króna stofnhlutafé frá ríkinu. Það fé brann þó fljótt upp því tap félagsins, frá því að það var stofnað sumarið 2008 til ársloka 2008, nam um 16,8 milljónum króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .