Í dag flytja Keflavíkurverktakar aðalskrifstofur sínar á efri hæð Lyngáss 11 í Garðabæ. Þar hafa farið fram gagngerar endurbætur á húsnæðinu að innan og framundan er að undirbúa verulegar lagfæringar og endurbætur utanhúss. Velta Keflavíkurverktaka á árinu 2004 var 2,5 milljarðar en gert er ráð fyrir að veltan á árinu 2005 verði um fjórir milljarðar.

Hjá Keflavíkurverktökum starfa í dag um 250 manns auk þess mikill fjöldi undirverktaka.

Af þeim verkefnum sem Keflavíkurverktakar hafa nýlega lokið við má helst nefna glæsilega lækningalind og framleiðsluhús fyrir Bláa Lónið, 46 íbúðir við Tröllateig í Mosfellsbæ og stækkun á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík.

Helstu verkefni sem unnið er að í dag eru bygging fjölbýlishús við Sandavað 9-11 í Reykjavík sem nú þegar eru allar seldar, Tengivirkis við Kárahnjúkavirkjun, 70 íbúðir við Sléttuveg í Reykjavík , 50m innisundlaug í Reykjanesbæ , Bónusverslun í Hafnarfirði Skolpdælustöð fyrir Fráveitu Hafnarfjarðar, stækkun Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíð í Reykjavík.

Undirbúningur er þegar hafinn að byggingu u.þ.b. 60 glæsilegra íbúða á Norðurbakkanum í Hafnarfirði, skrifstofuhúsnæðis við Suðurlandsbraut í Reykjavík og í skipulagsferli eru fjölbýlishús við Einholt og Þverholt í Reykjavík.