Menntastofnunin Keilir mun framvegis bjóða upp á endurmenntun atvinnubílstjóra en samkvæmt nýlegri reglugerð þurfa atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja sér endurmenntun á fimm ára fresti.

Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og hyggst bjóða upp á námskeiðin frá og með næsta hausti.

Til að byrja með mun Keilir bjóða upp á þrjú kjarnanámskeið þ.e. námskeið um vistakstur, lög og reglur og umferðaröryggi.