Keilir og Embry-Riddle háskólinn í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samstarfsyfirlýsingu um samstarfi skólanna í flugkennslu, nemendaskiptum og rannsóknum. Þar kemur fram að skólarnir muni vinna sameiginlega að uppbyggingu nýrra námskeiða til að efla alþjóðlegt námsframboð skólanna. Frá þessu er greint á vef Keilis en meðal þess sem unnið verður að eru sameiginleg bókleg námskeið í atvinnuflugmannsnámi, aðkomu Flugakademíu Keilis að bóklegri kennslu hjá Embry-Riddle og umsjón með umbreytingu flugskírteina.

Auk þess kveður yfirlýsingin á um að nemendur í Keilis geti í framtíðinni fengið hluta af námi sínu metið í framhaldsnám í Embry-Riddle og eigi greiðari aðgang að námi við skólann.Á næstu mánuðum munu Flugakademía Keilis og Embry-Riddle vinna sameiginlega að undirbúningi og útfærslu á námskeiðum og er áætlað að fyrstu námskeiðin verði í boði frá og með janúar 2014.