Keilir stefnir að því að fjölga nemendum verulega í janúar næstkomandi og að sögn Runólfs Ágústssonar, framkvæmdastjóra Keilis, er stefnt að því að ráða í á milli 30 og 40 stöður til að sinna aukningu nemenda.

Runólfur sagði að í flestum tilvikum væri um að ræða hlutastörf. Þarna er í senn verið að ráða fólk til kennslu, á skrifstofu og vegna aukinnar þjónustu.

Að sögn Runólfs njóta þeir þess að Keilir var mjög vel fjármagnað félag í upphafi og eiginfjæársstaða þess sé sterk auk þess sem félagið eigi öfluga sjóði. „Vissulega erum við með okkar starfsemi að gang á þá. Við lítum svo á að það sé miklu heppilegra fyrir samfélagið að fólk sem er atvinnulaust komi í nám og nýti þann tíma til að undirbúa sig undir næstu uppsveiflu."