Nýr dálkur hefur rutt sér rúms á fjármálavefnum Keldunni - yfirlit yfir fjármálahugtök. Innan dálksins er að finna heila níu efnisliði þar sem snert er á nokkrum hugtökum og formúlum og allt útskýrt á einfaldan hátt.

Meðal annars er hægt að lesa sér til um fjármálastjórnun, vexti, tímavirði peninga, áhættu og ávöxtun, skuldabréf, ársreikninga og verðmat fyrirtækja. Ljóst er að síðan er gífurlega hentug fyrir þá sem vilja kynnast fjármálaheiminum betur.

„Þetta var bæklingur sem var gerður í kringum ávöxtunarleikinn á sínum tíma og við ákváðum að koma þessu á rafrænt form,” segir Thor Thors, framkvæmdastjóri Kóða ehf., fyrirtækisins á bak við Kelduna.

Fjármálahugtakasíðuna má skoða með því að smella hér.