Kellogg Co, sem framleiðir Kornflakes, mun fækka starfsmönnum um 7% á næstu fjórum árum. Með þessu vill félagið skera niður kostnað, en sala félagsins á þriðja fjórðungi var minni en áætlað hafði verið.

Alistair Hirst, aðstoðarforstjóri Kelloggs Co, segir að niðurskurðurinn muni þýða að verksmiðjum og framleiðslulínum fyrirtækisins verði fækkað. „Við erum ekki að skera niður í mannafla að gamni okkar,“ sagði hann. Hann sagði jafnframt að niðurskurðurinn væri erfiður en nauðsynlegur.

USA Today segir að búist sé við því að í næstu viku muni fyrirtækið veita starfsmönnum nánari upplýsingar um uppsagnir.