Samkvæmt tölum frá írsku hagstofunni sem voru birtar í gær féll landsframleiðsla á síðasta ársfjórðungi og er það annað skiptið í röð sem það gerist. Þar með uppfyllir írska hagkerfið hina tæknilegu skilgreiningu á samdráttarskeiði. Lánsfjárkreppan og loftlaus fasteignabóla á Írlandi skýrir að mestu þessa þróun.

Samkvæmt breska blaðinu Financial Times féll verg landsframleiðsla um 0,8% á öðrum fjórðungi miðað við sama tíma á síðasta ári og 0,5% sé miðað við fyrstu þrjá mánuði ársins. Verg landsframleiðsla var 0,3% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Blaðið hefur eftir Alan McQuaid, aðalhagfræðingi Bloxham Stockbrokers, að um sé að ræða umtalsverðan samdrátt en hins vegar sé töluverður kraftur í starfsemi alþjóðlegra fyrirtækja í landinu, en hann veltir sem áður fyrir sér hversu lengi það muni vara.

Gegndarlaus vöxtur vegna hagfellds umhverfis

Írska hagkerfið hefur vaxið hratt undanfarna áratugi og hefur uppgangurinn verið slíkur að menn hafa gefið því viðurnefnið “keltneski tígurinn.” Nafngiftin vísar til útflutnings tígranna fjögurra í Suðaustur-Asíu, Hong Kong, Singapúr, Suður-Kóreu og Taívan. Með því að laða til sín erlenda fjárfestingu með því að bjóða upp á hagfellt skattaumhverfi hefur hagkerfið þanist út.

______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .