BMW kynnti á dögunum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupé. Bíllinn er ákaflega fallegur og margir hafa velt fyrir sér hvort hér sé á ferðinni 8 frá Munchen.

Bíllinn er hannaður í sameiningu af hönnuðum BMW og ítalska hönnunarfyrirtækisins Pininfarina.

Bíllinn er búinn sömu vél og BMW 760 sem er 6 lítra V12 sem skilar 536 hestöflum. Líklegt er þó að henni verði breytt og hún skili mun meira afli, ef bílinn fer í framleiðslu.

Bíllinn er gríðarlega vel búinn. Hljómkerfið og hátalarar eru frá Bang & Olufsen og viðurinn í mælaborðinu er 48 þúsund ára svo eitthvað sé nefnt.

BMW framleiddi áttu frá 1989 til 1999. Misjafnar skoðanir eru á útliti þess bíls, sérstaklega vegna aðalljósanna sem komu upp úr framendanum.

BMW Pininfarina Gran Lusso Coupé.
BMW Pininfarina Gran Lusso Coupé.

Bíllinn er glæsilegur. Ef væri ekki fyrir grillið, þá myndi maður halda að hér væri Aston Martin á ferðinni.

BMW Pininfarina Gran Lusso Coupé.
BMW Pininfarina Gran Lusso Coupé.

BMW hefur ekki upplýst um hvort bíllinn verður framleiddur.

BMW 850, framleiddur 1989-1999.
BMW 850, framleiddur 1989-1999.

Gamla áttan.