Það kemur í ljós á morgun hvort minni hluthafar í matvælafyrirtækinu Alfesca samþykkja yfirtökutilboð franska fyrirtækisins Lur Berri í félagið á 4,5 krónur á hlut. Litlu hluthafarnir í félaginu, en í þeim hópi eru lífeyrissjóðir, hafa verið ósáttir við tilboðið.

Þeir telja að félagið sé meira virði og vísa til þess að sjálfstætt verðmat IFS-greiningar geri ráð fyrir að virði hlutafjárins sé 8 krónur á hlut. Verðmat sem Saga Capital gerði fyrir stjórnina miðar hins vegar við lægri töluna.

Verði yfirtökutilboðið samþykkt verður Alfesca skráð úr Kauphöllinni og væntanlega flutt úr landi.