Það getur komið upp erfið staða þegar stjórnarmanni býðst gott tækifæri sem getur nýst honum persónulega og fyrirtækinu sem hann situr í stjórn fyrir. Lítið hefur verið fjallað um þetta hér á landi. Arnaldur Hjartarson, aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands, fer yfir þetta á námskeiði sem hann kennir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

VB Sjónvarp ræddi við Arnald á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær.