John Elkann, stjórnarformaður Fiat, sagði í dag að til greina kæmi að flytja höfuðstöðvar bílaframleiðandans frá Tórínó á Ítalíu til Detroit í Bandaríkjunum.

Fiat, sem heitir á frummálinu Fabbrica Italiana Automobili Torino, hefur haft höfuðstöðvar sínar frá stofnun árið 1899, í 112 ár.

Fiat á nú 46% hlut í Chrysler og ef samrunni félaganna verður að veruleika, sem allt stefnir í, kemur til greina að flytja höfuðstöðvarnar til Bandaríkjanna.

Elkann er einnig er stjórnarformaður Exor fjárfestingafélags Agnelli fjölskyldunnar sem stofnaði Fíat og á nú 30,45% í félaginu.

Hann sagði að fjölskyldann hyggðist áfram vera stærsti eigandinn í sameinuðu félagi, ef af verður.

Sergio Marchionne forstjóri beggja fyrirtækjanna sagði í febrúar að til greina kæmi að flytja höfuðstöðvarnar. Vakti það upp mikla reiði á Ítalíu og mótmæli verkalýðsfélaga á svæðinu.