Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir í samtali við DowJones fréttastofuna að það komi til greina hækka kauptilboðið í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva.

Pliva sagði í tilkynningu í dag að félagið hefði frekar áhuga á innri vexti og tók fram að tilboð Actavis í félagið væri of lágt.

Róbert sagði að það geti farið að kauptilboðið verði hækkað í kjölfar áreiðanleika könnunar.

Tilboð Actavis, sem er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, var sent Pliva þann 13.mars. Það kveður á um að greitt verði HRK 570 fyrir hvern hlut í félaginu, sem er um 35% yfirverð miðað við meðalgengi hlutabréfa þess síðastliðna 3 mánuði.

Markaðsvirði félagsins, að teknu tilliti til yfirverðs er um 1,6 milljarðar dollara (um 110 milljarðar króna).